29. mars 2007

Kastrup, Kaupmannahöfn


Jæja, þá er maður loksins mættur á Kastrup, það var smávægileg seinkun á fluginu frá Prag. Eins og sjá má þá er maður kominn með næsta bjór en að þessu sinni er hann danskur. Þrjú korter í flugið til Íslands, passlegur tími til að klára bjórinn og rölta að hliðinu.

Ruzyne, Prag


Mættur á Ruzyne flugvöllinn í útjaðri Prag og að sjálfsögðu kominn með bjór aðra höndina og well gemmsann í hina. Bjórinn er hinn dökki Kozel. Næsta stopp er eftir u.þ.b. tvo og hálfan tíma í Kaupmannahöfn.

24. mars 2007

Auschwitz, Pólland


Í dag heimstóttum við útrýmingarbúðir Nasista í Auschwitz (pl. Oświęcim). Þetta er án vafa óhugnanlegasti staður sem ég hef komið til og vonandi mun nokkurn tímann koma til.

Skoðið myndirnar sem ég tók hér.

23. mars 2007

Krakow, Pólland


Þá er maður mættir til Krakow. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá er útsýnið úr hótelherberginu bara ansi gott. Í fyrramálið verður borgin skoðuð aðeins betur og svo um hádegisbilið verður haldið á næsta áfangastað.

Skoðið myndirnar frá Krakow hér.

17. mars 2007

Dresden, Þýskaland


Um helgina fórum við enn eina ferðina til Dresden í Þýskalandi. Sylvía og Alli voru að sækja brúðkaupshringana sína.
Sylvía hafði hótað miklu verslunaræði en hún stóð þó ekki við það, líklega var hún ekki búin að ná sér eftir veikindi í vikunni, og lét hún mig um að eyða fúlgum fjár. Ég ákvað nefnilega að nýta ferðina og versla nokkra hluti í búið ... hnífa (takk fyrir ábendinguna Óskar) og diska (aðallega DVD diska).
Um næstu helgi ætlum við okkur aftur út fyrir landamæri Tékklands en það verður þó í allt aðra átt. Meira um það síðar.

10. mars 2007

Na Smetance, Prag


Maður fær stundum fjaðrir með tékkneskum eggjum.

3. mars 2007

Na Smetance, Prag


Blóm hjá heilsufanatíkunum. Sylvía og Alli keyptu þessi glæsilegu blóm á leiðinni heim úr í bænum í dag og völdu þennan stórglæsilega blómavasa undir þau.
Þess ber þó að geta að blómin eiga nú ekki að standa lengi í þessum "vasa" enda eru þau gjöf.

1. mars 2007

Na Smetance, Prag


Útsýnið úr íbúðinni minni, þarna fyrir miðju má sjá sjónvarpsturn sem gnæfir yfir Prag en hann er alveg ótrúlega ljótur að degi til. Gestir Bentu í Austur hátíðarinnar fá að sjá þetta sem og margt fleira.