21. maí 2007

Prag


Síðasti dagurinn í vinnunni, skaust út til að fá mér ís í of góða veðrinu (28°) .

5. maí 2007

Karlovy Vary, Tékkland


Skelltum okkur til Karlovy Vary sem er staður við landamæri Þýskalands þar sem er heitt vatn. Þetta er með fallegri stöðum sem ég hef komið til.

Skoðið myndirnar!

4. maí 2007

Prag


Fórum á Mozaika að borða til að halda upp á afmæli Sylvíu sem var síðasta miðvikudag.

28. apríl 2007

Prag


Liggum úti í garði í 25 stiga hita, ekki slæmt.

12. apríl 2007

Prag


Strákarnir mættir í heimsókn. Þeir eru ótrúlega heppnir með veður, hefur ekki verið svona gott veður í Prag síðan ég kom hingað í september.

10. apríl 2007

Skorradalur, Ísland


Eins og alla aðra páska þá skellti ég mér í einn dag upp í Skorradal til þess að geta komist frá stífu skemmtanahaldi í bænum. Skemmtanahaldið var að vísu mun rólegra en oft áður.

29. mars 2007

Kastrup, Kaupmannahöfn


Jæja, þá er maður loksins mættur á Kastrup, það var smávægileg seinkun á fluginu frá Prag. Eins og sjá má þá er maður kominn með næsta bjór en að þessu sinni er hann danskur. Þrjú korter í flugið til Íslands, passlegur tími til að klára bjórinn og rölta að hliðinu.

Ruzyne, Prag


Mættur á Ruzyne flugvöllinn í útjaðri Prag og að sjálfsögðu kominn með bjór aðra höndina og well gemmsann í hina. Bjórinn er hinn dökki Kozel. Næsta stopp er eftir u.þ.b. tvo og hálfan tíma í Kaupmannahöfn.