11. febrúar 2007

Kost kastalinn, Tékkland


Fórum í stuttan bíltúr í dag norður fyrir Prag. Við byrjuðum á því að keyra í 30 km. í vitlausa átt en náðum þó að enda á réttum stað. Kíktum í lítinn bæ sem heitir Sobotka og skoðuðum gamla kirkju og svo þennan kastala. Því miður þá er allt svona lokað yfir vetrartímann í Tékklandi.
Rúlluðum svo yfir í Jicin og fengum alveg ótrúlega góðan mat á Divá Bára.

Skoðið fleiri myndir hér.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim