18. febrúar 2007

Dresden, Þýskaland


Steini, frá Boston, var í heimsókn hjá okkur um helgina. Það var farið fínt út að borða nokkur kvöld í röð og svo skotist með hann til Dresden á laugardaginn.
Um kvöldið var svo horft á Eurovision, helvíti gott að senda Eika rauða út. Svo skelltum við Steini okkur út á lífið og vorum að skríða heim rétt fyrir sex.

Skoðið myndir frá Dresden hér.

16. febrúar 2007

Na Smetance, Prag


Fyrsta nóttin í nýju íbúðinni. Auðvitað gleymdi ég að kaupa rúmföt þannig að ég þurfti að fá lánuð rúmföt sem Matti lille bro valdi þegar hann gisti hjá Sylvíu og Alli. Kappinn valdi að sjálfsögðu silkirúmföt. Maður er ansi svalur með þetta á rúminu.
Steini skólafélagi er mættur í heimsókn frá Boston, þannig það verður túr-að með hann um borgina næstu daga.

11. febrúar 2007

Kost kastalinn, Tékkland


Fórum í stuttan bíltúr í dag norður fyrir Prag. Við byrjuðum á því að keyra í 30 km. í vitlausa átt en náðum þó að enda á réttum stað. Kíktum í lítinn bæ sem heitir Sobotka og skoðuðum gamla kirkju og svo þennan kastala. Því miður þá er allt svona lokað yfir vetrartímann í Tékklandi.
Rúlluðum svo yfir í Jicin og fengum alveg ótrúlega góðan mat á Divá Bára.

Skoðið fleiri myndir hér.

7. febrúar 2007

Vín, Austurríki


Sylvía og Alli á tæknisafninu. Safnið var á 4 hæðum og hefði auðveldlega verið hægt að eyða nokkrum dögum þarna.

Skoðið fleiri myndir hér.